Systuhúfa

Frá því að ég fæddist (held ég örugglega) hafa barnabörn og langömmubörn hennar ömmu fengið heklaðar húfur frá konu sem var að vinna hjá „fjölskyldufyrirtækinu“. Þetta eru æðislegar húfur og aðeins of sætar. Strákarnir mínir fengu eina bláa og dóttir mín núna síðast eina bleika.

Eftir að ég datt í þennan svakalega handavinnugír þá ákvað ég að ég þyrfti að læra að gera svona húfur og fékk mömmu til að hafa samband við konuna. Það var minnsta mál í heimi og lítið annað að gera en setjast niður og prófa. Það tók mig reyndar nokkrar tilraunir að átta mig á uppskriftinni en um leið og það var komið þá var þetta ekkert mál og mjög gaman.

Það sem einkennir þessar húfur er þetta skemmtilega hnútahekl og stjarnan ofan á að ógleymdum stórum dúski. Ég elska húfur með risastórum dúskum 🙂

Hér skartar dóttir mín húfunni. Hún var ekki í miklu myndastuði þennan daginn en ég læt þetta duga. Garnið sem ég notaði er Viking Balder og nálin var nr 9 minnir mig.


20 athugasemdir við “Systuhúfa

  1. Þetta er ÆÐISLEG húfa =) og liturinn er geggjaður =) ekki væri möguleiki á að fá uppskrift hjá þér? Ég á von á litlu kríli í maí og langar til að hekla þessa=)

    Líkar við

  2. Ég átti svona húfu þegar ég var lítil , og langar svo að nálgast uppskriftina .
    Ef einhver möguleiki er á því að kaupa hana , gætir þú sent hana .
    Annars er ég með thordis@thordis .is
    Frábær síða hjá þér.
    Takk fyrir
    Þórdis Þórðar.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd