Neon lopapeysa

Hvernig er annað hægt en að elska nýja neon lopann frá Ístex? Ég allavega féll strax fyrir gula litnum og ákvað að gera mér peysu sem tekið væri eftir. Mér fannst ekki nægja að hafa gula litinn bara í munstrinu þannig að ég hafði hann sem aðallit og valdi einfalt og stílhreint munstur til að…

Lopapeysuæði

Ég hef verið illa haldin af bloggaralægð undanfarnar vikur og mánuði … en sjáum til hvort það breytist ekki núna. Í sumarfríinu hef ég verið iðin við lopapeysugerð. Fékk einskonar æði og setti mér markmið um að klára tíu peysur til að selja fyrir haustið. Er búin með þrjár og hálfa þannig að ég veit…

Styrkur

Ég held að Lopi 29 sé uppáhalds lopablaðið mitt. Ég er búin að gera svo margt úr því. Núna var ég loksins að klára peysukjólinn Styrkur sem ég byrjaði á í maí á síðasta ári. Ég ákvað reyndar að nota ekki tvöfaldan plötulopa heldur einfaldan og Isager alpaca 1 sem er örfínt eins og einband.…

Mín útgáfa af Stórstirni

Ég hef alltaf verið ofboðslega hrifin af peysunni Stórstirni úr Lopi 29. Held að það hafi verið fyrsta peysan sem ég gerði úr því blaði. En núna ákvað ég að breyta henni svolítið og gera hana kvenlegri. Peysan kemur bara í karlastærðum og er gerð úr Bulky-lopa. Ég notaði hins vegar þrefaldan plötulopa á prjóna…