Ný uppskrift – ungbarnahúfa með áttblaðarós

Ég prjónaði þessa húfu fyrst þegar eldri dóttir mín var ungabarn árið 2010. Var búin að gera samfellu sem ég var voða ánægð með og ákvað að skálda húfu í stíl. Svo pældi ég bara ekkert meira í því og var agalega ánægð með settið. Nema svo tókst mér auðvitað að eyðileggja samfelluna í þvotti…