Inside out peysan

Í mjög langan tíma langaði mig að gera einhverja fínlega innipeysu … svona svipaða þeim sem maður gæti keypt í Zöru eða Lindex eða eitthvað. Ég skoðaði fullt af peysum og garni og pældi mikið fram og til baka. Svo eignaðist ég fyrir tilviljun peysu úr H&M og ákvað að mig langaði að nota hana…

Frozen peysa

Ég var að klára þessa peysu handa eldri dóttur minni. Hún elskar Frozen og þá sérstaklega Elsu. Mér fannst þessi peysa því tilvalin handa henni. Uppskriftin heitir Bylur og er í Óveðursblaðinu frá Ístex. Hún fæst líka stök á Ravelry undir nafninu „Frozen sweater“. Ég notaði samt ekki stærðirnar sem gefnar eru upp heldur mældi…

Nýjar peysur

Ég hef ekkert verið allt of dugleg að sinna blogginu síðustu mánuði. Líklegast því ég lagðist í smá handavinnudvala eftir að ég byrjaði að vinna. Nú er þetta hins vegar allt að koma aftur og í vikunni kláraði ég tvær peysur. Þetta er peysan Styrkur úr Lopi 29. Ég gerði hana úr létt lopa frekar…

Neon æði

Ég get ekki sagt annað en að ég elski neon tískuna sem er í gangi. Ég fékk geðveika neon bleika Nike Free skó frá manninum mínum og stóðst því ekki mátið þegar ég fann nánast eins litað garn í Rúmfatalagernum. Reyndar er það 100% akrýl sem ég er venjulega ekkert allt of hrifin af ……

Ný peysa og vettlingar

Ég kláraði nýlega þessa lopapeysu og vettlinga úr plötulopa og Evilla ull. Er rosalega ánægð með peysuna. Konan sem pantaði hana valdi litina sjálf og ég er ekki frá því að ég muni nota þessa samsetningu aftur.

Tvær nýjar peysur

Ég kláraði nýlega tvær lopapeysur sem kona í Þýskalandi pantaði hjá mér. Hún valdi týpurnar og litina sjálf og ég bara prjónaði. Fyrri peysan er Ranga úr Lopi 29. Ég gerði hana alla úr tvöföldum plötulopa í staðin fyrir að blanda saman Álafoss lopa og léttlopa eins og uppskriftin segir til um. Ég verð samt…

Ný lopapeysa

Var að klára þessa lopapeysu úr tvöföldum plötulopa. Munstrið er mín eigin aðlögun á einhverju gömlu munstri sem ég man ekki hvað heitir … Loki eða eitthvað. Hún varð aðeins víðari en ég ætlaði að hafa hana en það er kannski allt í lagi því hún er ætluð í sölu og þarf ekkert að passa…

Lopapeysan Laufey

Ég kláraði þessa peysu um daginn. Uppskriftin er úr Lopi 32 og heitir Laufey en eins og svo oft þá þurfti ég samt að breyta uppskriftinni. Í fyrsta lagi notaði ég tvöfaldan plötulopa frekar en Álafosslopa. Fannst hinn síðarnefndi bara aðeins of þykkur og grófur og átti auk þess (og á) svo mikið af plötulopa.…