Bestu ungbarnasokkarnir – uppskrift

Sólin er loksins komin að gleðja íbúa höfuðborgarsvæðisins og nýti ég mér það til hins ítrasta. Á meðan ég sit úti á svölum dunda ég mér við að prjóna ýmislegt smálegt á ófædda krílið eins og sokka. Bestu sokkar sem ég get hugsað mér á ungabörn eru svokallaðir spíralsokkar. Þeir eru ekki með neinum hæl…