Blómabreiða – Ný uppskrift

Alltaf dett ég í dvala með prjónið mitt svona inn á milli. En mér tókst nú samt að gera nýja uppskrift af barnapeysu. Mér finnst úrvalið af smábarnapeysum ekkert yfirþyrmandi gott svo ég enda yfirleitt á að gera mínar eigin. Oft finnst mér líka stærðirnar svo stórar … eða kannski á ég bara svona smávaxin…

Ný peysa og smá myndataka

Ég hef verið að dunda mér við að prjóna eftir minni eigin uppskrift í ýmsum litasamsetningum og kláraði þessa um daginn.   Er ekkert lítið ánægð með útkomuna og gat því ekki annað en tekið smá myndatöku með elsta syninum og dótturinni. Finnst snjókoman gefa endalaust skemmtilegan blæ og passa sérlega vel við íslenska lopann…

Krummapeysa handa Hrafnhildi

Öll börnin mín heita nöfnum sem eru fuglaheiti eða tengjast fuglum. Það er eiginlega bara tilviljun frekar en viljandi. Tvö þeirra hafa hrafn í nafninu sínu, Arnar Hrafn og Hrafnhildur. Þau eru krummarnir mínir og núna eiga þau bæði krummapeysur 🙂 Ég á bara uppskriftina sem birtist í Saumaklúbbspökkunum og minnir að hún sé ekki…

Frozen peysa

Ég var að klára þessa peysu handa eldri dóttur minni. Hún elskar Frozen og þá sérstaklega Elsu. Mér fannst þessi peysa því tilvalin handa henni. Uppskriftin heitir Bylur og er í Óveðursblaðinu frá Ístex. Hún fæst líka stök á Ravelry undir nafninu „Frozen sweater“. Ég notaði samt ekki stærðirnar sem gefnar eru upp heldur mældi…

Neon æði

Ég get ekki sagt annað en að ég elski neon tískuna sem er í gangi. Ég fékk geðveika neon bleika Nike Free skó frá manninum mínum og stóðst því ekki mátið þegar ég fann nánast eins litað garn í Rúmfatalagernum. Reyndar er það 100% akrýl sem ég er venjulega ekkert allt of hrifin af ……

Nýr fjölskyldumeðlimur

Ég hef ekki mikið prjónað eða heklað undanfarna daga enda upptekin við að sinna nýjasta fjölskyldumeðlimnum sem kom í heiminn síðastliðið mánudagskvöld. Litla daman lét sjá sig um tíuleytið eftir dagslanga dvöl á fæðingardeildinni. Hún er auðvitað fullkomin og öllum heilsast vel. Ég hef aldrei farið í gegnum gangsetningu áður og verð að segja að…