Ný uppskrift – Kuldi lopapeysa fyrir börn

Jæja þá er maður búinn að skella í aðra lopapeysuuppskrift.

Mér finnst nefnilega alveg ótrúlega gaman að teikna upp lopapeysumunstur og er með nokkur í pípunum til að gefa út á næstu vikum og mánuðum. Þetta er bara svo tímafrekt ferli því ég þarf að prufuprjóna hvert munstur. Þannig að yfirleitt teikna ég mun fleiri en ég gef út á endanum 😛

Þetta munstur heitir Kuldi og er svona frekar hefðbundið, gamaldags lopapeysumunstur. Það kemur í 3 stærðum: 4, 6 og 8 ára. Uppskriftin miðast við léttlopa en það má alveg nota t.d. einfaldan plötulopa og einband eða annað garn sem er ekki lopi en með sömu prjónfestu, t.d. Cascade 220 sem fæst í Handprjón.is.

Uppskriftina má kaupa af mér á Ravelry eða með því að smella hér.

 

5 athugasemdir við “Ný uppskrift – Kuldi lopapeysa fyrir börn

  1. Ætlaði að kaupa hjá þér uppskrift að barnalopapeysunni Kuldi. Paypal rukkaði mig um 87000 kr fyrir hana, svo eðlilega hætti ég við. Þó stendur að uppskriftin kosti 6,50 $. Eitthvað skrýtið í gangi þar.

    Líkar við

    • Ég er að leita að uppskrift ( þ.e.a.s) lykkjufjölda ,af lopapeysu, prjónaðri úr einföldur plötulopa. Er möguleiki að þú getir bjargað þessu.?

      Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s