Ný samfella

Ég kláraði þessa samfellu í vikunni. Þetta er prufuprjón fyrir nýja stærð sem ég var að setja inn í uppskriftina, þ.e. 3-6 mánaða. Ég á því miður ekkert svona lítið barn til að máta á svo ég get ekki verið alveg 100% viss um stærðina (bara 90%) og hef ekkert módel til að sýna almennilega…

Ungbarnasamfella úr Kambgarni

Fyrir nokkrum árum prjónaði ég þessa fínu samfellu á eldri dóttur mína sem þá var tæplega ársgömul. Ég setti uppskriftina saman úr mismunandi hugmyndum sem ýmist áttu sér uppsprettu í kollinum á mér eða prjónablöðum. Ég notaði Kambgarn í hana sem voru ábyggilega verstu mistökin því hún eyðilagðist í þvotti rétt eftir að ég kláraði…

Bylgjuteppi úr Kambgarni

Teppaæðið mitt heldur áfram og í gær kláraði ég bylgjuteppi handa litlu dóttur minni. Teppið er heklað úr tvöföldu Kambgarni og mér finnst það koma ótrúlega vel út, þ.e. að hafa garnið tvöfalt. Ég hugsa að það verði svipað þykkt og léttlopi eða jafnvel örlítið þykkara. Teppið mitt samt þæfðist pínkupons í þvotti og það…

Nýr fjölskyldumeðlimur

Ég hef ekki mikið prjónað eða heklað undanfarna daga enda upptekin við að sinna nýjasta fjölskyldumeðlimnum sem kom í heiminn síðastliðið mánudagskvöld. Litla daman lét sjá sig um tíuleytið eftir dagslanga dvöl á fæðingardeildinni. Hún er auðvitað fullkomin og öllum heilsast vel. Ég hef aldrei farið í gegnum gangsetningu áður og verð að segja að…

Teppi, teppi og fleiri teppi.

Ég er búin að vera með teppi á heilanum núna í margar vikur … hef ekki klárað nema eitt, frekar lítið dúlluteppi en byrjað á nokkrum og hugsað um all mörg. Væntanlega er það ófædd dóttir mín sem er kveikjan að þessu æði en ég gerði aldrei nein teppi handa eldri börnunum mínum og þetta…

Bestu ungbarnasokkarnir – uppskrift

Sólin er loksins komin að gleðja íbúa höfuðborgarsvæðisins og nýti ég mér það til hins ítrasta. Á meðan ég sit úti á svölum dunda ég mér við að prjóna ýmislegt smálegt á ófædda krílið eins og sokka. Bestu sokkar sem ég get hugsað mér á ungabörn eru svokallaðir spíralsokkar. Þeir eru ekki með neinum hæl…