Lopapeysur og rennilásar

Ég hef örugglega sagt það áður en ég HATA að setja rennilása í lopapeysur. Það verður bara aldrei nógu fínt finnst mér. Er með fína tækni til að opna peysurnar og hekla kant en þegar kemur að því að festa sjálfan rennilásinn þá verð ég bara pirruð og óska þess að viðtakandinn hefði bara valið…

Ljós í myrkri

Núna þegar myrkrið er sem mest er voðalega kósí að kveikja á kertum og hafa það notalegt. Mér finnst agalega huggulegt að prjóna í skammdeginu og horfa á gamla þætti af Midsomer Murders svona þegar ég er ekki að þykjast skrifa ritgerð. Jólin gefa manni síðan enn meiri ástæðu til að hafa falleg ljós í…

Bylgjuteppi úr Kambgarni

Teppaæðið mitt heldur áfram og í gær kláraði ég bylgjuteppi handa litlu dóttur minni. Teppið er heklað úr tvöföldu Kambgarni og mér finnst það koma ótrúlega vel út, þ.e. að hafa garnið tvöfalt. Ég hugsa að það verði svipað þykkt og léttlopi eða jafnvel örlítið þykkara. Teppið mitt samt þæfðist pínkupons í þvotti og það…

Að ganga jafnóðum frá endum í hekli – myndband

Mér finnst ekkert sérstaklega gaman að ganga frá endum, sérstaklega ekki ef þeir eru margir eins og vill gerast þegar maður heklar röndótt stykki. Eins og margir þá fann ég fljótlega upp á því að hekla bara yfir endana en komst svo að því að bæði er það ekki alltaf hægt, t.d. ef maður gerir…

Teppaklár og rendur

Ég kláraði ungbarnateppið um helgina. Er rosalega ánægð með það. Fyrst var ég samt eitthvað að svekkja mig á því að það væri svo þétt í sér og minna heldur en ég hafði ætlað. En eftir þvott og góða strekkingu varð það eiginlega fullkomið. Nú langar mig helst að skella í annað og annað og…

Teppi, teppi og fleiri teppi.

Ég er búin að vera með teppi á heilanum núna í margar vikur … hef ekki klárað nema eitt, frekar lítið dúlluteppi en byrjað á nokkrum og hugsað um all mörg. Væntanlega er það ófædd dóttir mín sem er kveikjan að þessu æði en ég gerði aldrei nein teppi handa eldri börnunum mínum og þetta…

Heklað sjal

Þegar Handprjón.is fékk fyrstu sendinguna af Madelinetosh tosh merino ligth þá var ég ekki lengi að mæta á svæðið og kaupa eins og eina hespu. Það tók mig hinsvegar nokkra mánuði að gera eitthvað úr henni. Ég gerði nefnilega þau mistök (svona fyrir minn smekk allavega) að kaupa lit sem er mjög „lifandi“, þ.e. litaskiptin…