Ný uppskrift

Ok ég hef ekki póstað hérna í ár og aldir … Hætti samt aldrei að prjóna eða gefa út uppskriftir. Segjum bara að lífið hafi farið að taka meira pláss 🙃 En ég er s.s. búin að gefa út nýja uppskrift af peysu sem ég hef alveg ótrúlega oft verið beðin um. Prjónaði hana fyrst…

Ný lopapeysa

Ég var að klára lopapeysu sem ég er ótrúlega ánægð með. Þetta er fullorðinspeysa sem er innblásin af öllum Frozen peysunum sem hafa slegið í gegn undanfarna mánuði. Mig langaði s.s. að gera létta en samt svolítið kósý peysu svo ég notaði einfaldan plötulopa og Einband saman. Eftir á að hyggja þá hefði ég alveg…

Ný peysa og smá myndataka

Ég hef verið að dunda mér við að prjóna eftir minni eigin uppskrift í ýmsum litasamsetningum og kláraði þessa um daginn.   Er ekkert lítið ánægð með útkomuna og gat því ekki annað en tekið smá myndatöku með elsta syninum og dótturinni. Finnst snjókoman gefa endalaust skemmtilegan blæ og passa sérlega vel við íslenska lopann…

Krummapeysa handa Hrafnhildi

Öll börnin mín heita nöfnum sem eru fuglaheiti eða tengjast fuglum. Það er eiginlega bara tilviljun frekar en viljandi. Tvö þeirra hafa hrafn í nafninu sínu, Arnar Hrafn og Hrafnhildur. Þau eru krummarnir mínir og núna eiga þau bæði krummapeysur 🙂 Ég á bara uppskriftina sem birtist í Saumaklúbbspökkunum og minnir að hún sé ekki…

Frozen peysa

Ég var að klára þessa peysu handa eldri dóttur minni. Hún elskar Frozen og þá sérstaklega Elsu. Mér fannst þessi peysa því tilvalin handa henni. Uppskriftin heitir Bylur og er í Óveðursblaðinu frá Ístex. Hún fæst líka stök á Ravelry undir nafninu „Frozen sweater“. Ég notaði samt ekki stærðirnar sem gefnar eru upp heldur mældi…

Nýjar peysur

Ég hef ekkert verið allt of dugleg að sinna blogginu síðustu mánuði. Líklegast því ég lagðist í smá handavinnudvala eftir að ég byrjaði að vinna. Nú er þetta hins vegar allt að koma aftur og í vikunni kláraði ég tvær peysur. Þetta er peysan Styrkur úr Lopi 29. Ég gerði hana úr létt lopa frekar…

Ný uppskrift – Mosi lopapeysa

Ég var að ljúka við uppskrift af þessari peysu á íslensku. Það er hægt að nálgast hana í gegnum Ravelry eða hérna: Peysan er prjónuð úr tvöföldum plötulopa og kemur í 5 stærðum. Allar ábendingar um villur eða hvað má betur fara eru vel þegnar 🙂

Lopapeysur og rennilásar

Ég hef örugglega sagt það áður en ég HATA að setja rennilása í lopapeysur. Það verður bara aldrei nógu fínt finnst mér. Er með fína tækni til að opna peysurnar og hekla kant en þegar kemur að því að festa sjálfan rennilásinn þá verð ég bara pirruð og óska þess að viðtakandinn hefði bara valið…

Neon æði

Ég get ekki sagt annað en að ég elski neon tískuna sem er í gangi. Ég fékk geðveika neon bleika Nike Free skó frá manninum mínum og stóðst því ekki mátið þegar ég fann nánast eins litað garn í Rúmfatalagernum. Reyndar er það 100% akrýl sem ég er venjulega ekkert allt of hrifin af ……