Álafoss lopi, plötulopi eða léttlopi?

Þegar ég er vafrandi um prjónaheima Internetsins rekst ég oft á þessa spurningu í þessa átt. Oftast er verið að velta fyrir sér hvaða plötulopa eigi að skipta út fyrir hinar tegundirnar, þ.e. einföldum, tvöföldum eða þreföldum.

Ég ætla því að gera mitt besta til að svara:

Álafoss lopi

2015-04-12-3686

Álafoss lopi er spunninn lopi sem hentar vel í þykkar, hlýjar flíkur, t.d. útivistarflíkur. Prjónfestan er 13 L = 10 cm í sléttu prjóni á prjóna nr. 6-6½ mm og hann flokkast sem Bulky á Ravelry. Ég held ég geti leyft mér að segja að þetta sé klassíski lopinn, svona go to lopinn fyrir gömlu góðu lopapeysurnar.

Léttlopi

2015-04-12-3687

Léttlopi er einnig spunnin lopi en ca. helmingi fíngerðari en Álafoss lopinn. Hann hentar því betur í léttari flíkur sem hægt er að nota inni og úti.
Prjónfestan er 18 l = 10 cm í sléttu prjóni á 4,5 mm prjóna. Hann flokkast sem Worsted á Ravelry en þar sem stutt er á  milli Worsted og Aran þá er eiginlega hægt að setja hann í báða flokka.
Ég ímynda mér að léttlopinn sé í dag vinsælasti lopinn.

Plötulopi

2015-04-12-3689

Plötulopi er óspunninn lopi sem kemur, eins og nafnið bendir til, í plötum. Það þarf því að vinda hann saman tvöfaldan eða þrefaldan en einnig er hægt að prjóna úr honum einföldum.
Prjónfestan fer eftir prjónaranum og prjónastærðinni.
Mjög algengt er að prjónarar vilji skipta Álafosslopa eða léttlopa út fyrir plötulopa (nú eða öfugt). Þá er hægt að miða við eftirfarandi:

  • Álafosslopi jafnast nokkurnvegin á við þrefaldan plötulopa. Að mínu mati er hið síðarnefnda aðeins grófara og gefur af sér aðeins þykkari peysur.

  • Léttlopi er eins og einn og hálfur þráður af plötulopa. Það er hægt að skipta honum út fyrir tvöfaldan plötulopa í uppskriftum og fá aðeins þykkari flík. Það er líka hægt að nota einfaldan plötulopa og fá fínlegri og léttari flík. Svo er einnig hægt að nota einfaldan plötulopa og leggja Einband með. Þá fæst svipað þykk/þunn flík en áferðin verður ólík þar sem plötulopinn er mun meira flöffí en léttlopinn.

Minn uppáhalds lopi í lopapeysur er án efa tvöfaldur plötulopi. Mér finnst hann bara svo passlega grófur og hægt að leika sér svo mikið með prjónfestuna og þar af leiðandi áferðina á flíkinni. Stundum hef ég notað fínni prjóna og gert þétta peysu fyrir útivistina og stundum hef ég notað frekar stóra prjóna til að gera léttari flík. Algengast hjá mér er þó að nota prjóna 5,5 eða 6 og þá fæ ég prjónfestu sem er 14-15 l á hverja 10 cm í sléttu prjóni.

Hér er smá sýnishorn af flíkum sem ég hef gert úr mismunandi lopa:



Ég vona að þið hafið haft gagn og gaman af þessu. Endilega bombið á mig spurningum ef einhverjar vakna.

Unnur

2 athugasemdir við “Álafoss lopi, plötulopi eða léttlopi?

  1. Sæl ég er með Þingborgar spunninn lopa ég nota prjona númer 4,5 í bolinn 4 í stroff ummál mælist 104 yfir brjóst og 102 yfir mitti.. hvða á ég að fitja upp margar lykkjur. hvað á ég að bæta við eftir stroffið.?

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s