Uppskriftirnar mínar – Afsláttarkóði

Mig langar að gefa lesendum mínum hér á blogginu afslátt af uppskriftunum mínum á Ravelry núna í sumar. Ef þið notið kóðann prjonastelpa15 þá fáið þið 25% afslátt út ágúst 2015. Vona að þetta nýtist einhverjum 🙂 P.s. Ég verð alltaf rosa glöð þegar einhver tengir verkefnið sitt við uppskriftina á Ravelry 😉 Unnur

Ný síða!

Jæja þá er ég loksins búin að flytja síðuna mína 😀 Hún er reyndar enn í vinnslu því ég er búin að komast að því að það er heljarinnar vinna að velja lúkk og raða öllu saman. En þetta kemur allt með kalda vatninu 😉

Tímaleysi

Mig langar svo að geta lesið og prjónað á sama tíma. Það myndi einfalda lífið mitt svo mikið því þá gæti ég lesið heimildir fyrir ritgerðina mína og samt gert eitthvað skemmtilegt um leið. Það myndi líka spara mér tíma því ég þarf bæði að lesa og prjóna nokkra hluti sem voru pantaðir hjá mér.…

Smá off topic – fatasala

Ég ætla aðeins að víkja frá handavinnunni og segja ykkur frá fatasölunni sem við systur og frænkur erum að halda yfir helgina. Það verða allskonar föt, mikið úr H&M t.d., skart, snyrtivörur, skór ofl. til sölu á mjög góðu verði. Aldrei að vita nema ég reyni að losa mig við eitthvað af garnlagernum mínum líka…

Eilífðargrifflur

Ég kláraði þessar grifflur í dag … LOKSINS!!!     Án gríns þá er búið að taka mig tvö ár að nenna að klára. Kannski vegna þess að þær eru prjónaðar með 5 litum af Kambgarni á prjóna númer 1,75 …   Uppskriftina er að finna hér.   Ég er rosalega ánægð með útkomuna og mig…

Neon lopapeysan … aftur

Nú þegar dóttir mín er komin í heiminn og bumban í rénun get ég loksins byrjað að nota neon lopapeysuna sem ég prjónaði fyrr í sumar. Reyndar hef ég enn ekki haft tilefni til þess en skellti mér í hana og tók almennilega mynd. Ég vildi samt að það væri ekki svona erfitt að ná…

Bleikt draumasjal og húfa í stíl

Ég kláraði sjal í gær og gaf systur minni í afmælisgjöf. Það er úr Kambgarni og prjónað á prjóna nr. 4. Sjalið heitir Dream Stripes á Ravelry og er frekar einfalt og skemmtilegt að prjóna. Ég reyndar breytti blúndukantinum aðeins og hermdi á eftir þessu hér. Fyrst þegar ég byrjaði þá las ég eitthvað vitlaust og tók ekki…

Að lykkja saman

Þegar ég byrjaði að prjóna lopapeysur kunni ég ekki að lykkja saman og lítil hjálp var í móður minni (sem þá var mín aðal þekkingarlind) því hún prjónar lykkjurnar alltaf saman. Mér hins vegar finnst það ekki nógu falleg aðferð og lærði að lykkja saman með aðstoð internetsins og lopablaðanna. Í fyrstu gekk það ekki…