Ný uppskrift – Barnapeysan Frost
Var að setja þessa uppskrift inn á Ravelry undir nafninu Frost.Hún er prjónuð úr Létt-lopa og fæst í stærðunum 1-4 ára. Fyrir þær sem ekki hafa Ravelry-aðgang þá er hægt að kaupa uppskriftina beint hér:
Var að setja þessa uppskrift inn á Ravelry undir nafninu Frost.Hún er prjónuð úr Létt-lopa og fæst í stærðunum 1-4 ára. Fyrir þær sem ekki hafa Ravelry-aðgang þá er hægt að kaupa uppskriftina beint hér:
Ég er búin að eiga svo fallegt garn allt of lengi ofan í skúffu. Það er Araucania Aysen, ofsalega marglitt og fallegt. Gallinn er bara að mér finnst svo erfitt að finna verkefni sem hæfa svona mikið litaskiptu garni. Mig langaði alltaf að gera sjal en fann ekkert sem mér fannst flott og passlegt þannig…
Ég bjó til nýja uppskrift í gær. Hún er af einföldum barnavettlingum með þumaltungu. Ég miða við að þeir séu úr léttlopa og fyrir 2-3 ár eða 4-5 ára. Mér finnst nefnilega orðið þægilegra að gera vettlinga með þumaltungu frekar en að gera hefðbundinn þumal. Reyndar kannski ekki ef maður er með munstur en fyrir…