Regnbogasjal

Mig hefur svo lengi langað að prjóna úr svona regnbogagarni, ég vissi bara aldrei hvað. Revontuli sjalið liggur einhvernvegin alltaf beinast við en eins og ég hef áður nefnt þá langar mig ekki að gera annað svoleiðis strax.Svo sá ég mynd á Ravelry af Gail (a.k.a Nightsongs) úr Kauni regnbogagarni og það var alveg hrikalega…

Aeolian sjal

Eftir allt jólagjafaprjónið þá ákvað ég að skella í eitt sjal handa mér. Ég var heillengi að velja hvaða sjal ég myndi gera því ég er rosalega sérvitur á það hvaða sjöl þola svona litaskipt garn. Venjulega finnst mér Revontuli best fyrir þannig garn því það „vinnur með“ litaskiptunum en mig langaði bara ekki í…

Bleikt Haruni sjal

Systir mín elskar bleikt og meira bleikt. Alltaf þegar ég sé fallegt bleikt garn þá hugsa ég um hana. Ég var þess vegna löngu búin að ákveða að gefa henni eitthvað bleikt prjónað í afmælisgjöf. Reyndar þá er það sú hugmynd sem startaði öllu þessu sjalaprjóni hjá mér. Ég var s.s. að skoða mig um…

Systuhúfa

Frá því að ég fæddist (held ég örugglega) hafa barnabörn og langömmubörn hennar ömmu fengið heklaðar húfur frá konu sem var að vinna hjá „fjölskyldufyrirtækinu“. Þetta eru æðislegar húfur og aðeins of sætar. Strákarnir mínir fengu eina bláa og dóttir mín núna síðast eina bleika. Eftir að ég datt í þennan svakalega handavinnugír þá ákvað…

Nýtt sjal

Ég kláraði nýtt sjal í gær. Þetta er annað Nightsongs sjalið sem ég geri og ég er bara nokkuð ánægð með það. Ég blandaði saman einbandi og Drops alpaca þannig að það er mjúkt og svona skemmtilega yrjótt á litinn.

Tvær litlar húfur

Ég gerði tvær húfur handa Svanhvíti Önnu um daginn. Önnur er búin að vera á dagskránni í marga mánuði, var búin að kaupa garn og allt. Hina gerði ég upp úr mér eftir hugmynd sem ég var búin að ganga með í kollinum í svolítinn tíma. Mýsluhúfa úr Storkinum: Ég sá þessa prjónaða í Storkinum…

Fína lopapeysan mín

Ég er búin að vera að dunda við þessa í allt sumar. Ég kláraði búkinn og ermarnar ansi hratt en nennti svo ekki að gera munstrið nema af og til. Aðalega vegna þessa að ég teiknaði það upp sjálf út frá Lopi 156 af http://www.istex.is og tókst að hafa allt of margar umferðir með þrem…

Barnalopapeysa úr léttlopa

Kláraði loksins að þvo og mynda þessa peysu sem ég gerði á yngri strákinn. Uppskriftin heitir Þíða og er úr einhverju lopablaðinu. Það er svo önnur í vinnslu á eldri strákinn. Ég er bara eitthvað voða upptekin af öllum öðrum verkefnum þessa dagana.