Jæja þá er maður búinn að skella í aðra lopapeysuuppskrift.
Mér finnst nefnilega alveg ótrúlega gaman að teikna upp lopapeysumunstur og er með nokkur í pípunum til að gefa út á næstu vikum og mánuðum. Þetta er bara svo tímafrekt ferli því ég þarf að prufuprjóna hvert munstur. Þannig að yfirleitt teikna ég mun fleiri en ég gef út á endanum 😛
Þetta munstur heitir Kuldi og er svona frekar hefðbundið, gamaldags lopapeysumunstur. Það kemur í 3 stærðum: 4, 6 og 8 ára. Uppskriftin miðast við léttlopa en það má alveg nota t.d. einfaldan plötulopa og einband eða annað garn sem er ekki lopi en með sömu prjónfestu, t.d. Cascade 220 sem fæst í Handprjón.is.
Ætlaði að kaupa hjá þér uppskrift að barnalopapeysunni Kuldi. Paypal rukkaði mig um 87000 kr fyrir hana, svo eðlilega hætti ég við. Þó stendur að uppskriftin kosti 6,50 $. Eitthvað skrýtið í gangi þar.
Líkar viðLíkar við
Heyrðu já það er rosalega skrítið og ég sé ekkert athugavert í stillingum mínu megin. Spurning um að senda ábendingu á Ravelry.
Líkar viðLíkar við
Ég er að leita að uppskrift ( þ.e.a.s) lykkjufjölda ,af lopapeysu, prjónaðri úr einföldur plötulopa. Er möguleiki að þú getir bjargað þessu.?
Líkar viðLíkar við
Hvaða garn er í þessari peysu?
Líkar viðLíkar við
Léttlopi 😊
Líkar viðLíkar við