Nýtt sjal
Ég kláraði nýtt sjal í gær. Þetta er annað Nightsongs sjalið sem ég geri og ég er bara nokkuð ánægð með það. Ég blandaði saman einbandi og Drops alpaca þannig að það er mjúkt og svona skemmtilega yrjótt á litinn.
Ég kláraði nýtt sjal í gær. Þetta er annað Nightsongs sjalið sem ég geri og ég er bara nokkuð ánægð með það. Ég blandaði saman einbandi og Drops alpaca þannig að það er mjúkt og svona skemmtilega yrjótt á litinn.
Ég gerði tvær húfur handa Svanhvíti Önnu um daginn. Önnur er búin að vera á dagskránni í marga mánuði, var búin að kaupa garn og allt. Hina gerði ég upp úr mér eftir hugmynd sem ég var búin að ganga með í kollinum í svolítinn tíma. Mýsluhúfa úr Storkinum: Ég sá þessa prjónaða í Storkinum…
Sjalaæðið mitt ætlar engan enda að taka … 198 yds. of Heaven úr Eco Duo Alpaca frá http://www.handprjon.is: Revontuli nr. 2 úr Fame Trend:
Ég er búin að vera að dunda við þessa í allt sumar. Ég kláraði búkinn og ermarnar ansi hratt en nennti svo ekki að gera munstrið nema af og til. Aðalega vegna þessa að ég teiknaði það upp sjálf út frá Lopi 156 af http://www.istex.is og tókst að hafa allt of margar umferðir með þrem…
Kláraði loksins að þvo og mynda þessa peysu sem ég gerði á yngri strákinn. Uppskriftin heitir Þíða og er úr einhverju lopablaðinu. Það er svo önnur í vinnslu á eldri strákinn. Ég er bara eitthvað voða upptekin af öllum öðrum verkefnum þessa dagana.
Ég gerði tvö Haruni sjöl nýlega. Annað er úr léttlopa og hitt úr yndislegu silky merino garni frá Malabrigo.
Ég er komin með æði fyrir sjölum. Er búin að gera þrjú núna í september og klára það fjórða vonandi í dag. Allar uppskriftirnar eru ókeypis af Ravelry. Gail (aka Nightsongs) úr einföldum plötulopa og einbandi: Springtime Bandit úr einföldum plötulopa og einbandi: Revontuli úr Evilla garni: Fjórða sjalið mitt er svo Haruni af Ravelry.…
Ég tók mig til og lagfærði misheppnaða peysu í kvöld. Þegar ég prjónaði hana ætlaði ég mér að gera short rows neðst aftan á og að framan yfir brjóstin. Þetta hugsaði ég til að hún myndi sitja betur. NEMA mér tókst einhvernvegin að gera allar short rows á sömu hliðinni s.s. ekki að aftan og…
Hérna eru mjög einfaldar leiðbeiningar að short row hæl: http://kaityvr.wordpress.com/2007/05/28/the-easiest-way-to-do-a-short-row-heel/ Ég lærði upphaflega að snúa og vefja bandinu utan um lykkjuna en ég ekki frá því að þetta komi bara betur út.
Ég veit ekki hvort prjónakonur kunna þetta almennt en mér finnst agalega sniðugt að geta gert röndótta flík án þess að samskeytin sjáist mikið.Þetta er mjög einfalt trix. Þegar maður skiptir um lit prjónar maður fyrstu umferðina af nýja litnum eins og venjulega. Svo þegar maður kemur að fyrstu lykkjunni í annari umferð þá tekur…