Ný uppskrift

Ok ég hef ekki póstað hérna í ár og aldir … Hætti samt aldrei að prjóna eða gefa út uppskriftir. Segjum bara að lífið hafi farið að taka meira pláss 🙃 En ég er s.s. búin að gefa út nýja uppskrift af peysu sem ég hef alveg ótrúlega oft verið beðin um. Prjónaði hana fyrst…

Blómabreiða – Ný uppskrift

Alltaf dett ég í dvala með prjónið mitt svona inn á milli. En mér tókst nú samt að gera nýja uppskrift af barnapeysu. Mér finnst úrvalið af smábarnapeysum ekkert yfirþyrmandi gott svo ég enda yfirleitt á að gera mínar eigin. Oft finnst mér líka stærðirnar svo stórar … eða kannski á ég bara svona smávaxin…

Ný samfella

Ég kláraði þessa samfellu í vikunni. Þetta er prufuprjón fyrir nýja stærð sem ég var að setja inn í uppskriftina, þ.e. 3-6 mánaða. Ég á því miður ekkert svona lítið barn til að máta á svo ég get ekki verið alveg 100% viss um stærðina (bara 90%) og hef ekkert módel til að sýna almennilega…

Ný lopapeysa

Ég var að klára lopapeysu sem ég er ótrúlega ánægð með. Þetta er fullorðinspeysa sem er innblásin af öllum Frozen peysunum sem hafa slegið í gegn undanfarna mánuði. Mig langaði s.s. að gera létta en samt svolítið kósý peysu svo ég notaði einfaldan plötulopa og Einband saman. Eftir á að hyggja þá hefði ég alveg…

Uppskriftirnar mínar – Afsláttarkóði

Mig langar að gefa lesendum mínum hér á blogginu afslátt af uppskriftunum mínum á Ravelry núna í sumar. Ef þið notið kóðann prjonastelpa15 þá fáið þið 25% afslátt út ágúst 2015. Vona að þetta nýtist einhverjum 🙂 P.s. Ég verð alltaf rosa glöð þegar einhver tengir verkefnið sitt við uppskriftina á Ravelry 😉 Unnur

Valkvíði

Ég á tvær gordjöss hespur af Madeleinetosh merino light garni í yndislegum skærbláum lit. Ég keypti þær fyrir lööööööngu síðan en hef bara ekki getað ákveðið hvaða sjal skuli gera úr þeim. Ég vil alltaf hafa sjölin mín frekar stór og mikil. Er ekki mikið fyrir einhverja „hálsklúta“. En núna veit ég ekkert hvað ég…

Álafoss lopi, plötulopi eða léttlopi?

Þegar ég er vafrandi um prjónaheima Internetsins rekst ég oft á þessa spurningu í þessa átt. Oftast er verið að velta fyrir sér hvaða plötulopa eigi að skipta út fyrir hinar tegundirnar, þ.e. einföldum, tvöföldum eða þreföldum. Ég ætla því að gera mitt besta til að svara: Álafoss lopi Álafoss lopi er spunninn lopi sem…