Prjónasumar

Ég er búin að vera á ferðalagi síðan fyrir helgi. Að sjálfsögðu prjónaði ég eins mikið og ég gat og náði að næstum því klára tvö eða þrjú verkefni (garnið kláraðist sko alltaf). Fyrst fór ég að Reykholti í Borgarfirði og á leiðinni til baka stoppuðum við í Ullarselinu á Hvanneyri. Þar fann ég helling…

Nóg að gera …

Ég hef ekkert verið rosalega dugleg að setja inn nýtt efni hérna … Kannski því ég hef nóg að gera þessa dagana. Fyrir utan það að vera með börnin heima í sumarfríi og allt sem því fylgir þá rembist ég við að skrifa BA ritgerð og auðvitað prjóna eins og vitleysingur. Þið megið giska hvort…

Myndamont

Ég hef verið að dunda mér við að mynda þær flíkur sem ég hef prjónað. Fékk systur mína og frænku til að sitja fyrir og hér er sýnishorn:

Klukkan mín

Ég kláraði þennan kjól í gær.Uppskriftin er úr Lopablaði og garnið er léttlopi. Ég breytti samt munstrinu og teiknaði sjálf eftir hugmyndum úr Sjónabók.Ég er frekar ánægð með útkomuna.

Garngredda …

Ég er svo mikill garnpervert. Í gær byrjaði ég á enn einu sjalinu (Gail, Nightsongs enn og aftur), í þetta skiptið úr Abuelita merino-silkiblöndu úr Handprjón.is. Þetta er sko alveg 40% silki eða eitthvað og shit þetta er svo gordjöss garn! Ég stoppaði inn á milli bara til að klappa stykkinu og dást að því.…

Tímaskortur …

Ég hef ekki tíma fyrir allar hugmyndirnar í kollinum á mér. Það er svo margt sem mig langar að prjóna og gera en hef ekki pláss fyrir í dagskránni. Get eiginlega ekki beðið eftir því að sumarið komi. Þá hef ég „ekkert“ betra að gera en að prjóna. Ég meina hvað getur ein BA ritgerð…

Uppskrift af álfahúfunni minni

Ég setti uppskriftina af álfahúfunni minni á blað í gær, bæði á íslensku og ensku.Hún er núna til sölu á Ravelry undir nafninu „Little gnome hat“ en ég setti líka link hér til hliðar. Maður þarf víst ekki að vera með aðgang að Ravelry til að nota hann. Mjög sneddí 😉

Facebook síða

Ég bjó til Facebook síðu í gær til að selja prjónavörur og halda utan um örnámskeið sem ég er að prófa mig áfram með. Undanfarið hef ég verið að kenna konum að prjóna Haruni sjalið og það er búið að vera ógeðslega gaman. Ég ákvað því að stíga skrefinu lengra og prófa að bjóða upp…

Still Light kjóll

Ég byrjað á þessum kjól í sumar. Var alveg hoppandi kát þegar ég fann uppskriftina, keypti hana strax og byrjaði að spá í garn. Það tók mig heillangan tíma að velja lit og ég gerði ýmsar tilraunir með garn. Ég tímdi nefnilega alls ekki að kaupa Drops Alpaca sem er gefið upp og endaði s.s.…

Vettlingaæði

Ég fékk nett vettlingaæði um daginn og gerði fullt af vettlingum bæði á mig og börnin. Þessa gerði ég úr Abuelita Merino Worsted og Novita litaskiptu garni. Þeir eru æðislega mjúkir. Uppskriftin er aðlöguð úr Fleiri Prjónaperlum. Sonur minn fékk þessa. Þeir eru úr léttlopa og uppskriftin er úr Vettlingar og fleira. Mér tókst að…