Blogg á ensku
Ég ákvað að búa til annað blogg á ensku: http://www.knitwearbyunneva.blogspot.com 😉 …
Ég ákvað að búa til annað blogg á ensku: http://www.knitwearbyunneva.blogspot.com 😉 …
Þessa dagana er ég á fullu að vinna í Etsy búðinni minni. Mér finnst Etsy alveg ótrúlega skemmtileg síða og margt fallegt til sölu þar. Hvet þær sem ekki þekkja síðuna til að skoða. Fullt af skemmtilegu og fallegu handverki, þ.a.m. eru nokkrir Íslendingar að selja sniðuga hluti eins og þessa hér: http://www.etsy.com/shop/SnowStitched og þessa:…
Ég er með æði fyrir hringtreflum. Er búin að gera þrjá á síðustu vikum. Gerði tvo úr Abuelita Merino Worsted og einn úr Fyberspate Scrumtious DK. Þeir eru allir æðislegir.
Mig er búið að vanta hlýjar og góðar grifflur í hlutlausum litum. Ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég er búin að draga það svona lengi að prjóna mér. Ég lét allavega loksins vaða í þessar og er mjög sátt. Gott að eiga svona og skella t.d. yfir leðurhanska á köldum degi.Uppskriftin er mín eigin…
Ég prjónaði mér yndislegan hringtrefil úr Abuelita Merino Worsted úr Handprjón.is. Hann er prjónaður með klukkuprjóni á prjóna nr. 6 og er svo yndislega mjúkur og hlýr. Fer varla út án hans þessa dagana.
Ég fæ rosalega oft fyrirspurnir um þessa húfu og ætla eiginlega að svara þeim bara öllum núna. Málið er að ég á ekki þessa hönnun og finnst ég ekki hafa neinn rétt á að vera að deila uppskriftinni þangað sem mér sýnist. Þótt ég væri alveg til í að dreifa henni þá er það því…
Ég ætla að vera með námskeið í krókódílahekli næsta mánudag (17. okt.) Þetta verður ein kvöldstund þar sem ég kenni aðferðina og hvernig maður gerir sjal. Þáttakendur þurfa ekki að kunna að hekla þótt það sé auðvitað kostur.Áhugasamir geta kíkt á facebook síðuna mína Prjónanámskeið og prjónavörur og fengið frekari upplýsingar.
Ég ákvað að byrja á verkefni sem felur það í sér að prjóna eitt sjal úr hverjum sumarlit fyrir sig í plötulopanum. Reyndar get ég ekki gert úr alveg öllum því það er ekki til einband sem passar við en ég ætla að gera úr öllum sem ég get. Núna er ég búin með báða…
Jæja þá ætla ég að vera með fyrsta sjalanámskeið vetrarins. Allar upplýsingar um verð, tíma og fyrirkomulag má finna hér.
Ég kláraði þessa í dag og er ofboðslega ánægð. Uppskriftin er á Ravelry og heitir Pepper. Garnið sem ég notaði heitir Cascade 220 og er frá Handprjón.is. Peysan er prjónuð frá hálsmáli og niður og það er lítið sem ekkert saumavesen því listarnir eru prjónaðir um leið og búkurinn. Mjög sneddí. Dóttir mín er alsæl…