Bleikt draumasjal og húfa í stíl

Ég kláraði sjal í gær og gaf systur minni í afmælisgjöf. Það er úr Kambgarni og prjónað á prjóna nr. 4. Sjalið heitir Dream Stripes á Ravelry og er frekar einfalt og skemmtilegt að prjóna. Ég reyndar breytti blúndukantinum aðeins og hermdi á eftir þessu hér. Fyrst þegar ég byrjaði þá las ég eitthvað vitlaust og tók ekki…

Að lykkja saman

Þegar ég byrjaði að prjóna lopapeysur kunni ég ekki að lykkja saman og lítil hjálp var í móður minni (sem þá var mín aðal þekkingarlind) því hún prjónar lykkjurnar alltaf saman. Mér hins vegar finnst það ekki nógu falleg aðferð og lærði að lykkja saman með aðstoð internetsins og lopablaðanna. Í fyrstu gekk það ekki…

Etsy

Þessa dagana er ég á fullu að vinna í Etsy búðinni minni. Mér finnst Etsy alveg ótrúlega skemmtileg síða og margt fallegt til sölu þar. Hvet þær sem ekki þekkja síðuna til að skoða. Fullt af skemmtilegu og fallegu handverki, þ.a.m. eru nokkrir Íslendingar að selja sniðuga hluti eins og þessa hér: http://www.etsy.com/shop/SnowStitched og þessa:…

Hringtreflaæði

Ég er með æði fyrir hringtreflum. Er búin að gera þrjá á síðustu vikum. Gerði tvo úr Abuelita Merino Worsted og einn úr Fyberspate Scrumtious DK. Þeir eru allir æðislegir.

Grifflur

Mig er búið að vanta hlýjar og góðar grifflur í hlutlausum litum. Ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég er búin að draga það svona lengi að prjóna mér. Ég lét allavega loksins vaða í þessar og er mjög sátt. Gott að eiga svona og skella t.d. yfir leðurhanska á köldum degi.Uppskriftin er mín eigin…