Hringtrefill

Ég prjónaði mér yndislegan hringtrefil úr Abuelita Merino Worsted úr Handprjón.is. Hann er prjónaður með klukkuprjóni á prjóna nr. 6 og er svo yndislega mjúkur og hlýr. Fer varla út án hans þessa dagana.

Systuhúfan

Ég fæ rosalega oft fyrirspurnir um þessa húfu og ætla eiginlega að svara þeim bara öllum núna. Málið er að ég á ekki þessa hönnun og finnst ég ekki hafa neinn rétt á að vera að deila uppskriftinni þangað sem mér sýnist. Þótt ég væri alveg til í að dreifa henni þá er það því…

Krókódílahekl

Ég ætla að vera með námskeið í krókódílahekli næsta mánudag (17. okt.) Þetta verður ein kvöldstund þar sem ég kenni aðferðina og hvernig maður gerir sjal. Þáttakendur þurfa ekki að kunna að hekla þótt það sé auðvitað kostur.Áhugasamir geta kíkt á facebook síðuna mína Prjónanámskeið og prjónavörur og fengið frekari upplýsingar.

Sjalaverkefnið mitt í fullum gangi

Ég ákvað að byrja á verkefni sem felur það í sér að prjóna eitt sjal úr hverjum sumarlit fyrir sig í plötulopanum. Reyndar get ég ekki gert úr alveg öllum því það er ekki til einband sem passar við en ég ætla að gera úr öllum sem ég get. Núna er ég búin með báða…

Lítil peysa á litla skvísu

Ég kláraði þessa í dag og er ofboðslega ánægð. Uppskriftin er á Ravelry og heitir Pepper. Garnið sem ég notaði heitir Cascade 220 og er frá Handprjón.is. Peysan er prjónuð frá hálsmáli og niður og það er lítið sem ekkert saumavesen því listarnir eru prjónaðir um leið og búkurinn. Mjög sneddí. Dóttir mín er alsæl…

Námskeið í haust og vetur

Í haust og vetur ætla ég að bjóða upp á námskeið í samstarfi við Silki.is. Við verðum með húsnæði í Hafnafirðinum og erum með ýmislegt í bígerð. Ég ætla að halda áfram að kenna konum að prjóna sjöl og svo eru hugmyndir um opin hús og ýmis örnámskeið. Svo verður með okkur ein sem kennir…