Ný peysa og smá myndataka
Ég hef verið að dunda mér við að prjóna eftir minni eigin uppskrift í ýmsum litasamsetningum og kláraði þessa um daginn. Er ekkert lítið ánægð með útkomuna og gat því ekki annað en tekið smá myndatöku með elsta syninum og dótturinni. Finnst snjókoman gefa endalaust skemmtilegan blæ og passa sérlega vel við íslenska lopann…