Ný samfella

Ég kláraði þessa samfellu í vikunni. Þetta er prufuprjón fyrir nýja stærð sem ég var að setja inn í uppskriftina, þ.e. 3-6 mánaða. Ég á því miður ekkert svona lítið barn til að máta á svo ég get ekki verið alveg 100% viss um stærðina (bara 90%) og hef ekkert módel til að sýna almennilega…

Valkvíði

Ég á tvær gordjöss hespur af Madeleinetosh merino light garni í yndislegum skærbláum lit. Ég keypti þær fyrir lööööööngu síðan en hef bara ekki getað ákveðið hvaða sjal skuli gera úr þeim. Ég vil alltaf hafa sjölin mín frekar stór og mikil. Er ekki mikið fyrir einhverja „hálsklúta“. En núna veit ég ekkert hvað ég…