Sumarlitir

Ég fór í Hagkaup um daginn að gera eitthvað allt annað en kaupa garn enda á ég miklu meira en nóg af því. Hinsvegar stóðst ég ekki mátið þegar ég sá svo æðislega fallega og sumarlega liti í léttlopanum. Ég hef alveg séð þá áður en þarna var búið að stilla þeim svo fallega upp hlið við hlið að ég gat ekki annað en keypt eina af hverjum. Í þokkabót eru þeir yrjóttir sem mér finnst svo æðislegt.
Allavega þá ákvað ég að prjóna strax úr þeim til að réttlæta kaupin. Með því að bæta við smá brúnum afgöngum varð útkoman þessi:Uppskriftirnar af vettlingunum eru af póstkortum sem fást hér og þar og húfan er afbökun á mynstri úr Lopi 2 eða Cintamani mynstrinu víðfræga.

Ein athugasemd við “Sumarlitir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s