Mig langaði að gera mér óléttupeysu, þ.e. opna peysu sem hentar vel að skella yfir sig án þess að hafa áhyggjur af bumbunni. Fann þessa sniðugu og einföldu uppskrift hér á Ravelry.
Síðan átti ég fullt af yndislegu Debbie Bliss Cashmerino DK, sem var búið að liggja aðeins of lengi á lager, og fannst tilvalið að nota það. Áferðin á því, allavega þessum tiltekna lit, er pínu svona „metallic“ og ég fíla það geðveikt.
Ég er mjög ánægð með útkomuna og væri alveg til í að gera aðra. Þá myndi ég samt hafa hana örlítið meira „lokaða“ að framan.