Neon lopapeysa

Hvernig er annað hægt en að elska nýja neon lopann frá Ístex? Ég allavega féll strax fyrir gula litnum og ákvað að gera mér peysu sem tekið væri eftir.

Mér fannst ekki nægja að hafa gula litinn bara í munstrinu þannig að ég hafði hann sem aðallit og valdi einfalt og stílhreint munstur til að hafa með, s.s. Var úr Lopi 29. Gallinn við það er bara að sú peysa er gerð úr léttlopa og því þurfti ég aðeins að reikna og aðlaga að Álafosslopanum. En ég er nokkuð ánægð með útkomuna þótt peysan verði ekki notuð fyrr en óléttubumban er horfin 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s