Sumarlitir
Ég fór í Hagkaup um daginn að gera eitthvað allt annað en kaupa garn enda á ég miklu meira en nóg af því. Hinsvegar stóðst ég ekki mátið þegar ég sá svo æðislega fallega og sumarlega liti í léttlopanum. Ég hef alveg séð þá áður en þarna var búið að stilla þeim svo fallega upp…