Sumarlitir

Ég fór í Hagkaup um daginn að gera eitthvað allt annað en kaupa garn enda á ég miklu meira en nóg af því. Hinsvegar stóðst ég ekki mátið þegar ég sá svo æðislega fallega og sumarlega liti í léttlopanum. Ég hef alveg séð þá áður en þarna var búið að stilla þeim svo fallega upp…

Sumarhúfa

Mig vantaði sólhatt fyrir litla barnið mitt og fannst ekki annað hægt en að prjóna slíkan sjálf. Uppskriftina fann ég á http://www.ravelry.com undir Summer baby hat. Þetta er frekar einföld uppskrift og stærðina aðlagar maður að höfðustærð barnsins og garninu. Ég notaði Drops Safran sem ég keypti fyrir lifandis löngu og er alveg þrælánægð með…

Ullarsápa

Keypti þetta í Yggdrasil um dagin og er voða ánægð. Ég prófaði að nota smá svona Wool Care í staðin fyrir hárnæringu og það kemur vel út. Finnst nefnilega stundum eins og hárnæring geri lopapeysurnar of mjúkar, þær verða að hafa karakter.

Crochet steeking – Opin lopapeysa en engin saumavél

Ég rakst á þessa aðferð við að gera opnar peysur um daginn og fannst algjör snilld. Ég hata að sauma kantinn í saumavél, finnst alltaf eins og hann verði stífur og ómögulegur. Allavega þá beið ég ekki boðanna og skellti í eina opna lopapeysu. Það fyrsta sem maður þarf að hugsa um er að gera…