Styrkur

Ég held að Lopi 29 sé uppáhalds lopablaðið mitt. Ég er búin að gera svo margt úr því. Núna var ég loksins að klára peysukjólinn Styrkur sem ég byrjaði á í maí á síðasta ári. Ég ákvað reyndar að nota ekki tvöfaldan plötulopa heldur einfaldan og Isager alpaca 1 sem er örfínt eins og einband.…

Mín útgáfa af Stórstirni

Ég hef alltaf verið ofboðslega hrifin af peysunni Stórstirni úr Lopi 29. Held að það hafi verið fyrsta peysan sem ég gerði úr því blaði. En núna ákvað ég að breyta henni svolítið og gera hana kvenlegri. Peysan kemur bara í karlastærðum og er gerð úr Bulky-lopa. Ég notaði hins vegar þrefaldan plötulopa á prjóna…

Nýtt vesti

Ég kláraði nýlega vesti úr Létt-lopa og Evilla plötulopa. Litirnir í því finnst mér voðalega fallegir en myndi aldrei ganga í þeim sjálf samt enda prjónaði ég vestið til að selja á Etsy. Í grunninn notaði ég uppskriftina af Vormorgunn en munstrið er af barnapeysunni Él. Ég er ofsalega hrifin af Evilla plötulopanum og finnst…

Etsy

Þessa dagana er ég á fullu að vinna í Etsy búðinni minni. Mér finnst Etsy alveg ótrúlega skemmtileg síða og margt fallegt til sölu þar. Hvet þær sem ekki þekkja síðuna til að skoða. Fullt af skemmtilegu og fallegu handverki, þ.a.m. eru nokkrir Íslendingar að selja sniðuga hluti eins og þessa hér: http://www.etsy.com/shop/SnowStitched og þessa:…

Hringtreflaæði

Ég er með æði fyrir hringtreflum. Er búin að gera þrjá á síðustu vikum. Gerði tvo úr Abuelita Merino Worsted og einn úr Fyberspate Scrumtious DK. Þeir eru allir æðislegir.

Grifflur

Mig er búið að vanta hlýjar og góðar grifflur í hlutlausum litum. Ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég er búin að draga það svona lengi að prjóna mér. Ég lét allavega loksins vaða í þessar og er mjög sátt. Gott að eiga svona og skella t.d. yfir leðurhanska á köldum degi.Uppskriftin er mín eigin…

Hringtrefill

Ég prjónaði mér yndislegan hringtrefil úr Abuelita Merino Worsted úr Handprjón.is. Hann er prjónaður með klukkuprjóni á prjóna nr. 6 og er svo yndislega mjúkur og hlýr. Fer varla út án hans þessa dagana.