Teppaklár og rendur

Ég kláraði ungbarnateppið um helgina. Er rosalega ánægð með það. Fyrst var ég samt eitthvað að svekkja mig á því að það væri svo þétt í sér og minna heldur en ég hafði ætlað. En eftir þvott og góða strekkingu varð það eiginlega fullkomið. Nú langar mig helst að skella í annað og annað og annað og …

Það sem mér finnst erfiðast … en samt eiginlega ógeðslega skemmtilegt við að gera svona röndótt teppi er að setja saman liti og ákveða röðina á þeim. Ég get ekki fyrir mitt litla líf gert bara eitthvað. Hver einasta rönd og hver einasti litur verða að vera útpæld og í „réttri“ röð. Meira að segja þegar ég ákveð að vera villt og gera bara einhvernvegin þá nota ég random stripe generator til að geta séð og valið nákvæmlega hvernig lokaútkoman verður. Til dæmis notaði ég þetta mikið þegar ég heklaði röndóttu Kríurnar:

Ég er hins vegar ekki komin á þann stað að geta bara valið einhverja liti saman og ég efast um að það gerist. Litir eru svo mikil ástríða hjá mér að ég get ekki sleppt því að pæla í þeim.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s