Ný uppskrift – Lopavettlingar

Ég bjó til nýja uppskrift í gær. Hún er af einföldum barnavettlingum með þumaltungu. Ég miða við að þeir séu úr léttlopa og fyrir 2-3 ár eða 4-5 ára. Mér finnst nefnilega orðið þægilegra að gera vettlinga með þumaltungu frekar en að gera hefðbundinn þumal. Reyndar kannski ekki ef maður er með munstur en fyrir…

Lítil peysa á litla skvísu

Ég kláraði þessa í dag og er ofboðslega ánægð. Uppskriftin er á Ravelry og heitir Pepper. Garnið sem ég notaði heitir Cascade 220 og er frá Handprjón.is. Peysan er prjónuð frá hálsmáli og niður og það er lítið sem ekkert saumavesen því listarnir eru prjónaðir um leið og búkurinn. Mjög sneddí. Dóttir mín er alsæl…

Námskeið í haust og vetur

Í haust og vetur ætla ég að bjóða upp á námskeið í samstarfi við Silki.is. Við verðum með húsnæði í Hafnafirðinum og erum með ýmislegt í bígerð. Ég ætla að halda áfram að kenna konum að prjóna sjöl og svo eru hugmyndir um opin hús og ýmis örnámskeið. Svo verður með okkur ein sem kennir…

Stutterma lopapeysa

Ég gerði um daginn stutterma lopapeysu. Reyndar var það þannig að ég var að laga til í garninu mínu og fann hálf kláraðan búk af lopapeysu sem ég man ekkert hvernig átti að enda. En ég ákvað s.s. að nota hann í þessa peysu þar sem liturinn smellpassaði við Evilla ullina sem ég var nýbúin…

Prjónasumar

Ég er búin að vera á ferðalagi síðan fyrir helgi. Að sjálfsögðu prjónaði ég eins mikið og ég gat og náði að næstum því klára tvö eða þrjú verkefni (garnið kláraðist sko alltaf). Fyrst fór ég að Reykholti í Borgarfirði og á leiðinni til baka stoppuðum við í Ullarselinu á Hvanneyri. Þar fann ég helling…

Nóg að gera …

Ég hef ekkert verið rosalega dugleg að setja inn nýtt efni hérna … Kannski því ég hef nóg að gera þessa dagana. Fyrir utan það að vera með börnin heima í sumarfríi og allt sem því fylgir þá rembist ég við að skrifa BA ritgerð og auðvitað prjóna eins og vitleysingur. Þið megið giska hvort…

Myndamont

Ég hef verið að dunda mér við að mynda þær flíkur sem ég hef prjónað. Fékk systur mína og frænku til að sitja fyrir og hér er sýnishorn:

Klukkan mín

Ég kláraði þennan kjól í gær.Uppskriftin er úr Lopablaði og garnið er léttlopi. Ég breytti samt munstrinu og teiknaði sjálf eftir hugmyndum úr Sjónabók.Ég er frekar ánægð með útkomuna.

Garngredda …

Ég er svo mikill garnpervert. Í gær byrjaði ég á enn einu sjalinu (Gail, Nightsongs enn og aftur), í þetta skiptið úr Abuelita merino-silkiblöndu úr Handprjón.is. Þetta er sko alveg 40% silki eða eitthvað og shit þetta er svo gordjöss garn! Ég stoppaði inn á milli bara til að klappa stykkinu og dást að því.…