Loksins! Uppskrift af samfellunni

Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef verið spurð út í uppskriftina af samfellunni sem ég prjónaði á eldri dóttur mína þegar hún var ungabarn. Eins og ég sagði frá fyrr í vetur þá er ég búin að draga það allt of lengi að setja hana niður á blað en nú er ég loksins búin … bæði á íslensku og ensku!

Í bili er samt bara ein stærð í boði, 9-12 mánaða. Það er vegna þess að það er svolítið trikkí að minnka hana svo vel sé og ég þarf að gefa mér meiri tíma í að gera það almennilega. Djarfar prjónakonur gætu þó reynt að nota fínna garn og prjóna (t.d. Lanett eða Dale Baby) og fengið þannig minni samfellu. En ég þori auðvitað ekkert að ábyrgjast hvernig það kæmi út án þess að hafa prófað sjálf.

Eins og venjulega verður uppskriftin fáanleg á Ravelry. Það þarf samt ekki Ravelry-aðgang til að kaupa hana heldur er nóg að fylgja þessum link:

Þær sem vilja kaupa Snjókorna húfuna með fá 25% afslátt af settinu 🙂

7c703-samf-hufa01

Nokkrar myndir af fyrstu mátun á dóttur minni á meðan samfellan var enn ókláruð:

Svona til að gefa ykkur hugmynd um stærðina þá er dóttir mín 18 mánaða en frekar lítil miðað við aldur (notar stærð 74-80).

Ég vona að þið hafið jafn gaman af því að prjóna hana og ég og endilega sendið mér ábendingar um það sem betur má fara.

Unnur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s