Heklað sjal

Þegar Handprjón.is fékk fyrstu sendinguna af Madelinetosh tosh merino ligth þá var ég ekki lengi að mæta á svæðið og kaupa eins og eina hespu. Það tók mig hinsvegar nokkra mánuði að gera eitthvað úr henni. Ég gerði nefnilega þau mistök (svona fyrir minn smekk allavega) að kaupa lit sem er mjög „lifandi“, þ.e. litaskiptin…

Óléttupeysa

Mig langaði að gera mér óléttupeysu, þ.e. opna peysu sem hentar vel að skella yfir sig án þess að hafa áhyggjur af bumbunni. Fann þessa sniðugu og einföldu uppskrift hér á Ravelry. Síðan átti ég fullt af yndislegu Debbie Bliss Cashmerino DK, sem var búið að liggja aðeins of lengi á lager, og fannst tilvalið að nota…

Neon lopapeysa

Hvernig er annað hægt en að elska nýja neon lopann frá Ístex? Ég allavega féll strax fyrir gula litnum og ákvað að gera mér peysu sem tekið væri eftir. Mér fannst ekki nægja að hafa gula litinn bara í munstrinu þannig að ég hafði hann sem aðallit og valdi einfalt og stílhreint munstur til að…

Lopapeysuæði

Ég hef verið illa haldin af bloggaralægð undanfarnar vikur og mánuði … en sjáum til hvort það breytist ekki núna. Í sumarfríinu hef ég verið iðin við lopapeysugerð. Fékk einskonar æði og setti mér markmið um að klára tíu peysur til að selja fyrir haustið. Er búin með þrjár og hálfa þannig að ég veit…

Hringtrefill – uppskrift

Það hafa rosalega margar haft samband við mig síðustu vikur og beðið um uppskrift af hringtreflinum. Hingað til hef ég bara átt enska útgáfu en ætla núna að pósta henni á íslensku. Gjössovell: Stærð: Ein stærð, ca. 120 cm að lengd. Efni: Abuelita Merino Worsted:                2 hespur  eða Fyberspates…

Styrkur

Ég held að Lopi 29 sé uppáhalds lopablaðið mitt. Ég er búin að gera svo margt úr því. Núna var ég loksins að klára peysukjólinn Styrkur sem ég byrjaði á í maí á síðasta ári. Ég ákvað reyndar að nota ekki tvöfaldan plötulopa heldur einfaldan og Isager alpaca 1 sem er örfínt eins og einband.…

Mín útgáfa af Stórstirni

Ég hef alltaf verið ofboðslega hrifin af peysunni Stórstirni úr Lopi 29. Held að það hafi verið fyrsta peysan sem ég gerði úr því blaði. En núna ákvað ég að breyta henni svolítið og gera hana kvenlegri. Peysan kemur bara í karlastærðum og er gerð úr Bulky-lopa. Ég notaði hins vegar þrefaldan plötulopa á prjóna…

Nýtt vesti

Ég kláraði nýlega vesti úr Létt-lopa og Evilla plötulopa. Litirnir í því finnst mér voðalega fallegir en myndi aldrei ganga í þeim sjálf samt enda prjónaði ég vestið til að selja á Etsy. Í grunninn notaði ég uppskriftina af Vormorgunn en munstrið er af barnapeysunni Él. Ég er ofsalega hrifin af Evilla plötulopanum og finnst…