Nightsongs sjal #4

Ég held að ég fái aldrei leið á að prjóna sjalið Gail (aka Nightsongs). Er búin að gera fjögur handa sjálfri mér og nokkur í viðbót til að selja eða gefa.

Nýjasta eintakið er jafnframt það fíngerðasta og með flestum endurtekningum. Ég notaði Madelinetosh tosh merino light í þessum líka ótrúlega fallega lit, Nassau blue. Myndirnar sýna eiginlega ekki hvað liturinn er gordjöss … þið verðið bara að trúa mér 😉

Í sjalið fór rúmlega ein hespa eða um 125g þannig að ég á alveg slatta af garninu afgangs sem ég veit ekki hvað ég ætla að gera við. Ég notaði prjóna nr. 4,5 og er sjalið mjög létt og fínlegt, ekta svona sumar/inni/sparisjal en hingað til hef ég verið meira í að gera þykk og gróf sjöl sem henta betur í að halda hita á manni úti á köldum vetrardögum.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s