Ný lopapeysa

Var að klára þessa lopapeysu úr tvöföldum plötulopa. Munstrið er mín eigin aðlögun á einhverju gömlu munstri sem ég man ekki hvað heitir … Loki eða eitthvað.

Hún varð aðeins víðari en ég ætlaði að hafa hana en það er kannski allt í lagi því hún er ætluð í sölu og þarf ekkert að passa á mig :p

Mér finnst sauðalitirnir alltaf fallegastir í lopapeysur og hef sérstakt dálæti á þessum grábrúna tóni.

4 athugasemdir við “Ný lopapeysa

Skildu eftir svar við Anna Sif Hætta við svar