Inside out peysan

Í mjög langan tíma langaði mig að gera einhverja fínlega innipeysu … svona svipaða þeim sem maður gæti keypt í Zöru eða Lindex eða eitthvað. Ég skoðaði fullt af peysum og garni og pældi mikið fram og til baka. Svo eignaðist ég fyrir tilviljun peysu úr H&M og ákvað að mig langaði að nota hana…

Að fela enda jafnóðum í prjóni

Það er orðið langt síðan ég gerði sýnikennsluvídjó og bæti ég hér með úr því. Ég hef lengi viljað sýna hvernig ég fel enda jafnóðum í prjóni því ég ELSKA þessa aðferð og finnst hún eitt það besta sem fyrir mig hefur komið prjónalega séð. Þetta virkar best með garni eins og lopa sem þæfist…

Ný síða!

Jæja þá er ég loksins búin að flytja síðuna mína 😀 Hún er reyndar enn í vinnslu því ég er búin að komast að því að það er heljarinnar vinna að velja lúkk og raða öllu saman. En þetta kemur allt með kalda vatninu 😉

Ný peysa og smá myndataka

Ég hef verið að dunda mér við að prjóna eftir minni eigin uppskrift í ýmsum litasamsetningum og kláraði þessa um daginn.   Er ekkert lítið ánægð með útkomuna og gat því ekki annað en tekið smá myndatöku með elsta syninum og dótturinni. Finnst snjókoman gefa endalaust skemmtilegan blæ og passa sérlega vel við íslenska lopann…

Ungbarnasamfella úr Kambgarni

Fyrir nokkrum árum prjónaði ég þessa fínu samfellu á eldri dóttur mína sem þá var tæplega ársgömul. Ég setti uppskriftina saman úr mismunandi hugmyndum sem ýmist áttu sér uppsprettu í kollinum á mér eða prjónablöðum. Ég notaði Kambgarn í hana sem voru ábyggilega verstu mistökin því hún eyðilagðist í þvotti rétt eftir að ég kláraði…

Krummapeysa handa Hrafnhildi

Öll börnin mín heita nöfnum sem eru fuglaheiti eða tengjast fuglum. Það er eiginlega bara tilviljun frekar en viljandi. Tvö þeirra hafa hrafn í nafninu sínu, Arnar Hrafn og Hrafnhildur. Þau eru krummarnir mínir og núna eiga þau bæði krummapeysur 🙂 Ég á bara uppskriftina sem birtist í Saumaklúbbspökkunum og minnir að hún sé ekki…

Frozen peysa

Ég var að klára þessa peysu handa eldri dóttur minni. Hún elskar Frozen og þá sérstaklega Elsu. Mér fannst þessi peysa því tilvalin handa henni. Uppskriftin heitir Bylur og er í Óveðursblaðinu frá Ístex. Hún fæst líka stök á Ravelry undir nafninu „Frozen sweater“. Ég notaði samt ekki stærðirnar sem gefnar eru upp heldur mældi…

Nýjar peysur

Ég hef ekkert verið allt of dugleg að sinna blogginu síðustu mánuði. Líklegast því ég lagðist í smá handavinnudvala eftir að ég byrjaði að vinna. Nú er þetta hins vegar allt að koma aftur og í vikunni kláraði ég tvær peysur. Þetta er peysan Styrkur úr Lopi 29. Ég gerði hana úr létt lopa frekar…