Snjókorn
Fyrir jól heklaði ég nokkur snjókorn til að hengja upp í gluggann. Mjög skemmtileg verkefni og aragrúi af fríum uppskriftum til á Ravelry.
Fyrir jól heklaði ég nokkur snjókorn til að hengja upp í gluggann. Mjög skemmtileg verkefni og aragrúi af fríum uppskriftum til á Ravelry.
Þessi kjóll er úr bókinni Strikketøj eftir Helgu Isager. Ég er búin að ætla mér að gera hann alveg heillengi. Byrjaði á honum fyrir u.þ.b. ári síðan nema úr öðru garni en kláraði aldrei. Svo þegar ég frétti að kóngablái plötulopinn væri kominn aftur þá fannst mér tilvalið að gera einn svona kjól úr honum…
Kláraði þetta fína sjal um daginn og er alveg ofboðslega ánægð með það. Upphaflega langaði mig að gera svart/hvítt sjal en svo þegar ég fann ekki þannig garn sem ég var ánægð með ákvað ég að splæsa í þennan hrikalega fallega lit frá Evilla.Það fóru tæplega tvær 220g hespur í sjalið og það er hrikalega…
Ég er í bláu stuði þessa dagana. Þótt grænn sé alltaf uppáhalds liturinn minn þá fylgir blár fast á eftir. Enda fer blár mér eiginlega betur.Um daginn frétti ég að kóngablái plötulopinn væri kominn aftur. Ég er búin að bíða og vona svo lengi að ég rauk út í búð og keypti mér kíló. Þegar…
Ég byrjaði á peysum handa strákunum mínum í sumar og nennti loksins að klára seinni peysuna núna nýlega. Sem betur fer vildi sá eldri ekki hettu og það flýtti helling fyrir mér. Uppskriftin er úr lopablaði og heitir Þíða (minnir mig). Mér finnst voða gaman að prjóna lopapeysur á þá og leika mér með liti.…
Mig hefur svo lengi langað að prjóna úr svona regnbogagarni, ég vissi bara aldrei hvað. Revontuli sjalið liggur einhvernvegin alltaf beinast við en eins og ég hef áður nefnt þá langar mig ekki að gera annað svoleiðis strax.Svo sá ég mynd á Ravelry af Gail (a.k.a Nightsongs) úr Kauni regnbogagarni og það var alveg hrikalega…
Eftir allt jólagjafaprjónið þá ákvað ég að skella í eitt sjal handa mér. Ég var heillengi að velja hvaða sjal ég myndi gera því ég er rosalega sérvitur á það hvaða sjöl þola svona litaskipt garn. Venjulega finnst mér Revontuli best fyrir þannig garn því það „vinnur með“ litaskiptunum en mig langaði bara ekki í…
Systir mín elskar bleikt og meira bleikt. Alltaf þegar ég sé fallegt bleikt garn þá hugsa ég um hana. Ég var þess vegna löngu búin að ákveða að gefa henni eitthvað bleikt prjónað í afmælisgjöf. Reyndar þá er það sú hugmynd sem startaði öllu þessu sjalaprjóni hjá mér. Ég var s.s. að skoða mig um…
Frá því að ég fæddist (held ég örugglega) hafa barnabörn og langömmubörn hennar ömmu fengið heklaðar húfur frá konu sem var að vinna hjá „fjölskyldufyrirtækinu“. Þetta eru æðislegar húfur og aðeins of sætar. Strákarnir mínir fengu eina bláa og dóttir mín núna síðast eina bleika. Eftir að ég datt í þennan svakalega handavinnugír þá ákvað…
Þetta sjal er til sölu ef einhver hefur áhuga …