Feeling blue …


Ég er í bláu stuði þessa dagana. Þótt grænn sé alltaf uppáhalds liturinn minn þá fylgir blár fast á eftir. Enda fer blár mér eiginlega betur.
Um daginn frétti ég að kóngablái plötulopinn væri kominn aftur. Ég er búin að bíða og vona svo lengi að ég rauk út í búð og keypti mér kíló. Þegar ég var síðan sest niður og byrjuð að prjóna kjól úr honum fattaði ég að ég var á sama tíma með sjal í gangi úr bláum tónum, blágrænan skokk og nýbúin að kaupa kóngablátt garn í vettlinga og húfu. Sem sagt blátt blátt blátt þessa dagana hjá mér. Kannski er það vetrartíminn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s