Tímaskortur …

Ég hef ekki tíma fyrir allar hugmyndirnar í kollinum á mér. Það er svo margt sem mig langar að prjóna og gera en hef ekki pláss fyrir í dagskránni. Get eiginlega ekki beðið eftir því að sumarið komi. Þá hef ég „ekkert“ betra að gera en að prjóna. Ég meina hvað getur ein BA ritgerð…

Uppskrift af álfahúfunni minni

Ég setti uppskriftina af álfahúfunni minni á blað í gær, bæði á íslensku og ensku.Hún er núna til sölu á Ravelry undir nafninu „Little gnome hat“ en ég setti líka link hér til hliðar. Maður þarf víst ekki að vera með aðgang að Ravelry til að nota hann. Mjög sneddí 😉

Facebook síða

Ég bjó til Facebook síðu í gær til að selja prjónavörur og halda utan um örnámskeið sem ég er að prófa mig áfram með. Undanfarið hef ég verið að kenna konum að prjóna Haruni sjalið og það er búið að vera ógeðslega gaman. Ég ákvað því að stíga skrefinu lengra og prófa að bjóða upp…

Still Light kjóll

Ég byrjað á þessum kjól í sumar. Var alveg hoppandi kát þegar ég fann uppskriftina, keypti hana strax og byrjaði að spá í garn. Það tók mig heillangan tíma að velja lit og ég gerði ýmsar tilraunir með garn. Ég tímdi nefnilega alls ekki að kaupa Drops Alpaca sem er gefið upp og endaði s.s.…

Vettlingaæði

Ég fékk nett vettlingaæði um daginn og gerði fullt af vettlingum bæði á mig og börnin. Þessa gerði ég úr Abuelita Merino Worsted og Novita litaskiptu garni. Þeir eru æðislega mjúkir. Uppskriftin er aðlöguð úr Fleiri Prjónaperlum. Sonur minn fékk þessa. Þeir eru úr léttlopa og uppskriftin er úr Vettlingar og fleira. Mér tókst að…

Snjókorn

Fyrir jól heklaði ég nokkur snjókorn til að hengja upp í gluggann. Mjög skemmtileg verkefni og aragrúi af fríum uppskriftum til á Ravelry.

Lopakjóll

Þessi kjóll er úr bókinni Strikketøj eftir Helgu Isager. Ég er búin að ætla mér að gera hann alveg heillengi. Byrjaði á honum fyrir u.þ.b. ári síðan nema úr öðru garni en kláraði aldrei. Svo þegar ég frétti að kóngablái plötulopinn væri kominn aftur þá fannst mér tilvalið að gera einn svona kjól úr honum…

Heklaða sjalið mitt

Kláraði þetta fína sjal um daginn og er alveg ofboðslega ánægð með það. Upphaflega langaði mig að gera svart/hvítt sjal en svo þegar ég fann ekki þannig garn sem ég var ánægð með ákvað ég að splæsa í þennan hrikalega fallega lit frá Evilla.Það fóru tæplega tvær 220g hespur í sjalið og það er hrikalega…

Feeling blue …

Ég er í bláu stuði þessa dagana. Þótt grænn sé alltaf uppáhalds liturinn minn þá fylgir blár fast á eftir. Enda fer blár mér eiginlega betur.Um daginn frétti ég að kóngablái plötulopinn væri kominn aftur. Ég er búin að bíða og vona svo lengi að ég rauk út í búð og keypti mér kíló. Þegar…

Lopastrákarnir mínir

Ég byrjaði á peysum handa strákunum mínum í sumar og nennti loksins að klára seinni peysuna núna nýlega. Sem betur fer vildi sá eldri ekki hettu og það flýtti helling fyrir mér. Uppskriftin er úr lopablaði og heitir Þíða (minnir mig). Mér finnst voða gaman að prjóna lopapeysur á þá og leika mér með liti.…