Bleikt draumasjal og húfa í stíl

Ég kláraði sjal í gær og gaf systur minni í afmælisgjöf. Það er úr Kambgarni og prjónað á prjóna nr. 4.

Sjalið heitir Dream Stripes á Ravelry og er frekar einfalt og skemmtilegt að prjóna. Ég reyndar breytti blúndukantinum aðeins og hermdi á eftir þessu hér.

Fyrst þegar ég byrjaði þá las ég eitthvað vitlaust og tók ekki eftir að maður ætti að auka út um tvær lykkjur í brugnu umferðinni. Ég var því búin að prjóna helminginn af röndunum þegar ég þurfti að rekja upp … ekki gaman. En þetta gekk samt mun hraðar eftir að ég var farin að gera þetta rétt. Þessar auka útaukningar gera það líka að verkum að „armarnir“ á sjalinu verða lengri og ég fíla það í tætlur. Gæti alveg hugsað mér að gera annað svona sjal fyrir sjálfa mig í öðrum litum.

Systir mín elskar bleikt og að hafa hlutina í stíl. Ég gerði því hjálmhúfu í stíl við sjalið handa nýfæddri dóttur hennar úr afgöngunum. Er alveg viss um að þær verða smörtustu mæðgurnar í bænum 😉

 

4 athugasemdir við “Bleikt draumasjal og húfa í stíl

  1. æðislegt sjal..ég er líka að prjóna eitt, úr kambgarni og hef það grátt og fallega dökkblátt.er ca hálfnuð

    Líkar við

  2. Já sko, þetta er kanturinn sem er í uppskriftinni af sjalinu nema ég gerði smá breytingar og hermdi þá bara eftir myndunum hér: http://www.ravelry.com/projects/galathea/dream-stripes

    Ég s.s. á enga uppskrift af breytingunum en þær eru ekki miklar. Í raun verður bara „oddurinn“ á sjalinu aðeins öðruvísi og affellingin er hekluð (3 loftlykkjur og 2-3 lykkjur af prjóni heklaðar saman með fastapinna) en ekki hefðbundin prjónuð.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s