Valkvíði

Ég á tvær gordjöss hespur af Madeleinetosh merino light garni í yndislegum skærbláum lit. Ég keypti þær fyrir lööööööngu síðan en hef bara ekki getað ákveðið hvaða sjal skuli gera úr þeim.

Ég vil alltaf hafa sjölin mín frekar stór og mikil. Er ekki mikið fyrir einhverja „hálsklúta“. En núna veit ég ekkert hvað ég vil. Síðast gerði ég uppáhaldssjalið mitt, Nightsongs, úr þessu garni og ég ætla ekki að gera annað eins.
ea73b-2013-10-03-0197
Er svolítið að gæla við hálfmánasjal eins og þetta:

Sweet Dreams by Boo Knits

Eða þetta:

Mustardseed by Boo Knits

Svona sjal yrði allavega ágætis tilbreyting frá þríhyrningssjölunum sem ég geri venjulega.

Ég veit ekki hvers vegna það þarf að vera svona erfitt að velja. Er það kannski hluti af fjörinu?

Unnur

2 athugasemdir við “Valkvíði

Færðu inn athugasemd