Ný peysa og vettlingar
Ég kláraði nýlega þessa lopapeysu og vettlinga úr plötulopa og Evilla ull. Er rosalega ánægð með peysuna. Konan sem pantaði hana valdi litina sjálf og ég er ekki frá því að ég muni nota þessa samsetningu aftur.
Ég kláraði nýlega þessa lopapeysu og vettlinga úr plötulopa og Evilla ull. Er rosalega ánægð með peysuna. Konan sem pantaði hana valdi litina sjálf og ég er ekki frá því að ég muni nota þessa samsetningu aftur.
Mig langar svo að geta lesið og prjónað á sama tíma. Það myndi einfalda lífið mitt svo mikið því þá gæti ég lesið heimildir fyrir ritgerðina mína og samt gert eitthvað skemmtilegt um leið. Það myndi líka spara mér tíma því ég þarf bæði að lesa og prjóna nokkra hluti sem voru pantaðir hjá mér.…
Ég kláraði nýlega tvær lopapeysur sem kona í Þýskalandi pantaði hjá mér. Hún valdi týpurnar og litina sjálf og ég bara prjónaði. Fyrri peysan er Ranga úr Lopi 29. Ég gerði hana alla úr tvöföldum plötulopa í staðin fyrir að blanda saman Álafoss lopa og léttlopa eins og uppskriftin segir til um. Ég verð samt…
Ég ætla aðeins að víkja frá handavinnunni og segja ykkur frá fatasölunni sem við systur og frænkur erum að halda yfir helgina. Það verða allskonar föt, mikið úr H&M t.d., skart, snyrtivörur, skór ofl. til sölu á mjög góðu verði. Aldrei að vita nema ég reyni að losa mig við eitthvað af garnlagernum mínum líka…
Ég kláraði annað Dream Stripes sjal í gær sem ég ætla að selja í Etsy búðinni. Það gekk töluvert betur að prjóna það en fyrsta sjalið en samt tókst mér að gera „villu“, þ.e. ég gerði YO útaukningu í stað M1 við miðjulykkjuna en þá myndast svona göt sitthvoru megin við hana. Engin skelfileg villa…
Teppaæðið mitt heldur áfram og í gær kláraði ég bylgjuteppi handa litlu dóttur minni. Teppið er heklað úr tvöföldu Kambgarni og mér finnst það koma ótrúlega vel út, þ.e. að hafa garnið tvöfalt. Ég hugsa að það verði svipað þykkt og léttlopi eða jafnvel örlítið þykkara. Teppið mitt samt þæfðist pínkupons í þvotti og það…
Ég skrapp með systur mína út í náttúruna í gær og tók nokkrar myndir fyrir Etsy búðina mína og Ravelry. Elska að geta sameinað tvö áhugamál 🙂
Ég kláraði þessar grifflur í dag … LOKSINS!!! Án gríns þá er búið að taka mig tvö ár að nenna að klára. Kannski vegna þess að þær eru prjónaðar með 5 litum af Kambgarni á prjóna númer 1,75 … Uppskriftina er að finna hér. Ég er rosalega ánægð með útkomuna og mig…
Nú þegar dóttir mín er komin í heiminn og bumban í rénun get ég loksins byrjað að nota neon lopapeysuna sem ég prjónaði fyrr í sumar. Reyndar hef ég enn ekki haft tilefni til þess en skellti mér í hana og tók almennilega mynd. Ég vildi samt að það væri ekki svona erfitt að ná…
Var að klára þessa lopapeysu úr tvöföldum plötulopa. Munstrið er mín eigin aðlögun á einhverju gömlu munstri sem ég man ekki hvað heitir … Loki eða eitthvað. Hún varð aðeins víðari en ég ætlaði að hafa hana en það er kannski allt í lagi því hún er ætluð í sölu og þarf ekkert að passa…