Ný uppskrift – Kuldi lopapeysa fyrir börn
Jæja þá er maður búinn að skella í aðra lopapeysuuppskrift. Mér finnst nefnilega alveg ótrúlega gaman að teikna upp lopapeysumunstur og er með nokkur í pípunum til að gefa út á næstu vikum og mánuðum. Þetta er bara svo tímafrekt ferli því ég þarf að prufuprjóna hvert munstur. Þannig að yfirleitt teikna ég mun fleiri…