Ný uppskrift – Kuldi lopapeysa fyrir börn

Jæja þá er maður búinn að skella í aðra lopapeysuuppskrift. Mér finnst nefnilega alveg ótrúlega gaman að teikna upp lopapeysumunstur og er með nokkur í pípunum til að gefa út á næstu vikum og mánuðum. Þetta er bara svo tímafrekt ferli því ég þarf að prufuprjóna hvert munstur. Þannig að yfirleitt teikna ég mun fleiri…

Krummapeysa handa Hrafnhildi

Öll börnin mín heita nöfnum sem eru fuglaheiti eða tengjast fuglum. Það er eiginlega bara tilviljun frekar en viljandi. Tvö þeirra hafa hrafn í nafninu sínu, Arnar Hrafn og Hrafnhildur. Þau eru krummarnir mínir og núna eiga þau bæði krummapeysur 🙂 Ég á bara uppskriftina sem birtist í Saumaklúbbspökkunum og minnir að hún sé ekki…

Frozen peysa

Ég var að klára þessa peysu handa eldri dóttur minni. Hún elskar Frozen og þá sérstaklega Elsu. Mér fannst þessi peysa því tilvalin handa henni. Uppskriftin heitir Bylur og er í Óveðursblaðinu frá Ístex. Hún fæst líka stök á Ravelry undir nafninu „Frozen sweater“. Ég notaði samt ekki stærðirnar sem gefnar eru upp heldur mældi…

Nýjar peysur

Ég hef ekkert verið allt of dugleg að sinna blogginu síðustu mánuði. Líklegast því ég lagðist í smá handavinnudvala eftir að ég byrjaði að vinna. Nú er þetta hins vegar allt að koma aftur og í vikunni kláraði ég tvær peysur. Þetta er peysan Styrkur úr Lopi 29. Ég gerði hana úr létt lopa frekar…

Ný uppskrift – Mosi lopapeysa

Ég var að ljúka við uppskrift af þessari peysu á íslensku. Það er hægt að nálgast hana í gegnum Ravelry eða hérna: Peysan er prjónuð úr tvöföldum plötulopa og kemur í 5 stærðum. Allar ábendingar um villur eða hvað má betur fara eru vel þegnar 🙂

Lopapeysur og rennilásar

Ég hef örugglega sagt það áður en ég HATA að setja rennilása í lopapeysur. Það verður bara aldrei nógu fínt finnst mér. Er með fína tækni til að opna peysurnar og hekla kant en þegar kemur að því að festa sjálfan rennilásinn þá verð ég bara pirruð og óska þess að viðtakandinn hefði bara valið…

Að taka út jafnt yfir umferð

Prjónauppskriftir innihalda oft setningu eins og „takið 16 lykkjur jafnt út yfir umferð“ sem þýðir auðvitað að maður á að fækka lykkjunum um 16 eins jafnt og hægt er. Fyrir fullkomnunarperverta eins og mig er þetta mikill höfðuverkur, sérstaklega þar sem stærðfræði er alls ekki mín sterkasta hlið. Ég átti það til að eyða löngum…

Neon æði

Ég get ekki sagt annað en að ég elski neon tískuna sem er í gangi. Ég fékk geðveika neon bleika Nike Free skó frá manninum mínum og stóðst því ekki mátið þegar ég fann nánast eins litað garn í Rúmfatalagernum. Reyndar er það 100% akrýl sem ég er venjulega ekkert allt of hrifin af ……

Ljós í myrkri

Núna þegar myrkrið er sem mest er voðalega kósí að kveikja á kertum og hafa það notalegt. Mér finnst agalega huggulegt að prjóna í skammdeginu og horfa á gamla þætti af Midsomer Murders svona þegar ég er ekki að þykjast skrifa ritgerð. Jólin gefa manni síðan enn meiri ástæðu til að hafa falleg ljós í…