Betri prjónadeild

Ég fór í Kringluna í dag og sá mér til mikillar gleði að Hagkaup er búið að stækka og bæta prjónadeildina sína. Nú er meira úrval og meira pláss. Sá ekki betur en að nú fengist garn frá bæði Sandnes og Gjestal auk lopans. Þótt ég sé meira fyrir að versla í sérvöruverslunum þá er…

Nýr fjölskyldumeðlimur

Ég hef ekki mikið prjónað eða heklað undanfarna daga enda upptekin við að sinna nýjasta fjölskyldumeðlimnum sem kom í heiminn síðastliðið mánudagskvöld. Litla daman lét sjá sig um tíuleytið eftir dagslanga dvöl á fæðingardeildinni. Hún er auðvitað fullkomin og öllum heilsast vel. Ég hef aldrei farið í gegnum gangsetningu áður og verð að segja að…

Að ganga jafnóðum frá endum í hekli – myndband

Mér finnst ekkert sérstaklega gaman að ganga frá endum, sérstaklega ekki ef þeir eru margir eins og vill gerast þegar maður heklar röndótt stykki. Eins og margir þá fann ég fljótlega upp á því að hekla bara yfir endana en komst svo að því að bæði er það ekki alltaf hægt, t.d. ef maður gerir…

Bleikt draumasjal og húfa í stíl

Ég kláraði sjal í gær og gaf systur minni í afmælisgjöf. Það er úr Kambgarni og prjónað á prjóna nr. 4. Sjalið heitir Dream Stripes á Ravelry og er frekar einfalt og skemmtilegt að prjóna. Ég reyndar breytti blúndukantinum aðeins og hermdi á eftir þessu hér. Fyrst þegar ég byrjaði þá las ég eitthvað vitlaust og tók ekki…

Að lykkja saman

Þegar ég byrjaði að prjóna lopapeysur kunni ég ekki að lykkja saman og lítil hjálp var í móður minni (sem þá var mín aðal þekkingarlind) því hún prjónar lykkjurnar alltaf saman. Mér hins vegar finnst það ekki nógu falleg aðferð og lærði að lykkja saman með aðstoð internetsins og lopablaðanna. Í fyrstu gekk það ekki…

Teppaklár og rendur

Ég kláraði ungbarnateppið um helgina. Er rosalega ánægð með það. Fyrst var ég samt eitthvað að svekkja mig á því að það væri svo þétt í sér og minna heldur en ég hafði ætlað. En eftir þvott og góða strekkingu varð það eiginlega fullkomið. Nú langar mig helst að skella í annað og annað og…

Teppi, teppi og fleiri teppi.

Ég er búin að vera með teppi á heilanum núna í margar vikur … hef ekki klárað nema eitt, frekar lítið dúlluteppi en byrjað á nokkrum og hugsað um all mörg. Væntanlega er það ófædd dóttir mín sem er kveikjan að þessu æði en ég gerði aldrei nein teppi handa eldri börnunum mínum og þetta…

Lopapeysan Laufey

Ég kláraði þessa peysu um daginn. Uppskriftin er úr Lopi 32 og heitir Laufey en eins og svo oft þá þurfti ég samt að breyta uppskriftinni. Í fyrsta lagi notaði ég tvöfaldan plötulopa frekar en Álafosslopa. Fannst hinn síðarnefndi bara aðeins of þykkur og grófur og átti auk þess (og á) svo mikið af plötulopa.…

Bestu ungbarnasokkarnir – uppskrift

Sólin er loksins komin að gleðja íbúa höfuðborgarsvæðisins og nýti ég mér það til hins ítrasta. Á meðan ég sit úti á svölum dunda ég mér við að prjóna ýmislegt smálegt á ófædda krílið eins og sokka. Bestu sokkar sem ég get hugsað mér á ungabörn eru svokallaðir spíralsokkar. Þeir eru ekki með neinum hæl…

Nightsongs sjal #4

Ég held að ég fái aldrei leið á að prjóna sjalið Gail (aka Nightsongs). Er búin að gera fjögur handa sjálfri mér og nokkur í viðbót til að selja eða gefa. Nýjasta eintakið er jafnframt það fíngerðasta og með flestum endurtekningum. Ég notaði Madelinetosh tosh merino light í þessum líka ótrúlega fallega lit, Nassau blue.…