Teppaklár og rendur

Ég kláraði ungbarnateppið um helgina. Er rosalega ánægð með það. Fyrst var ég samt eitthvað að svekkja mig á því að það væri svo þétt í sér og minna heldur en ég hafði ætlað. En eftir þvott og góða strekkingu varð það eiginlega fullkomið. Nú langar mig helst að skella í annað og annað og…

Teppi, teppi og fleiri teppi.

Ég er búin að vera með teppi á heilanum núna í margar vikur … hef ekki klárað nema eitt, frekar lítið dúlluteppi en byrjað á nokkrum og hugsað um all mörg. Væntanlega er það ófædd dóttir mín sem er kveikjan að þessu æði en ég gerði aldrei nein teppi handa eldri börnunum mínum og þetta…

Lopapeysan Laufey

Ég kláraði þessa peysu um daginn. Uppskriftin er úr Lopi 32 og heitir Laufey en eins og svo oft þá þurfti ég samt að breyta uppskriftinni. Í fyrsta lagi notaði ég tvöfaldan plötulopa frekar en Álafosslopa. Fannst hinn síðarnefndi bara aðeins of þykkur og grófur og átti auk þess (og á) svo mikið af plötulopa.…

Bestu ungbarnasokkarnir – uppskrift

Sólin er loksins komin að gleðja íbúa höfuðborgarsvæðisins og nýti ég mér það til hins ítrasta. Á meðan ég sit úti á svölum dunda ég mér við að prjóna ýmislegt smálegt á ófædda krílið eins og sokka. Bestu sokkar sem ég get hugsað mér á ungabörn eru svokallaðir spíralsokkar. Þeir eru ekki með neinum hæl…

Nightsongs sjal #4

Ég held að ég fái aldrei leið á að prjóna sjalið Gail (aka Nightsongs). Er búin að gera fjögur handa sjálfri mér og nokkur í viðbót til að selja eða gefa. Nýjasta eintakið er jafnframt það fíngerðasta og með flestum endurtekningum. Ég notaði Madelinetosh tosh merino light í þessum líka ótrúlega fallega lit, Nassau blue.…

Heklað sjal

Þegar Handprjón.is fékk fyrstu sendinguna af Madelinetosh tosh merino ligth þá var ég ekki lengi að mæta á svæðið og kaupa eins og eina hespu. Það tók mig hinsvegar nokkra mánuði að gera eitthvað úr henni. Ég gerði nefnilega þau mistök (svona fyrir minn smekk allavega) að kaupa lit sem er mjög „lifandi“, þ.e. litaskiptin…

Óléttupeysa

Mig langaði að gera mér óléttupeysu, þ.e. opna peysu sem hentar vel að skella yfir sig án þess að hafa áhyggjur af bumbunni. Fann þessa sniðugu og einföldu uppskrift hér á Ravelry. Síðan átti ég fullt af yndislegu Debbie Bliss Cashmerino DK, sem var búið að liggja aðeins of lengi á lager, og fannst tilvalið að nota…

Neon lopapeysa

Hvernig er annað hægt en að elska nýja neon lopann frá Ístex? Ég allavega féll strax fyrir gula litnum og ákvað að gera mér peysu sem tekið væri eftir. Mér fannst ekki nægja að hafa gula litinn bara í munstrinu þannig að ég hafði hann sem aðallit og valdi einfalt og stílhreint munstur til að…

Lopapeysuæði

Ég hef verið illa haldin af bloggaralægð undanfarnar vikur og mánuði … en sjáum til hvort það breytist ekki núna. Í sumarfríinu hef ég verið iðin við lopapeysugerð. Fékk einskonar æði og setti mér markmið um að klára tíu peysur til að selja fyrir haustið. Er búin með þrjár og hálfa þannig að ég veit…

Hringtrefill – uppskrift

Það hafa rosalega margar haft samband við mig síðustu vikur og beðið um uppskrift af hringtreflinum. Hingað til hef ég bara átt enska útgáfu en ætla núna að pósta henni á íslensku. Gjössovell: Stærð: Ein stærð, ca. 120 cm að lengd. Efni: Abuelita Merino Worsted:                2 hespur  eða Fyberspates…